Nýtt tæki í æfingaaðstöðu Dalbæjar

Í dag var tekið í notkun nýtt tæki í æfingaaðstöðuna á Dalbæ. Tækið er keypt fyrir peningagjafir sem bárust á afmæli Dalbæjar sl október, peningagjafir frá Kvenfélaginu Hvöt, Kvenfélaginu Tilraun, Lionsklúbbnum Sunnu, Snyrtistofunni Ílit og nokkrum einstaklingum. Tækið var valið af sjúkraþjálfa heimilisins, þetta er fjölþjálfi af gerðinni NuStep T4r og kostaði um 1,1 milljón.

Tækinu var tekið fagnandi og fyrstir til að prófa tækið voru Haukur Haraldsson og Kristján Jónsson (Danni) og létu þeir vel af því.

Tækið er góð viðbót við þjálfunaraðstöðu heimilisins og ætti að nýtast stórum hópi.

Árið 2019 keypti Gjafasjóður Dalbæjar ýmislegt gagnlegt m.a. 4 sjúkrarúm, 2 rafdrifna hvíldarstóla, þrekhjól og flutningstækið "skutluna" auk fleiri smærri gjafa. Einnig styrkti Gjafasjóðurinn kaup á nýrri þjónustubifreið. Fyrir afmælisgjöf frá Slysavarnadeildinni Dalvík var keyptur nýr snjóblásari sem nýtist til að halda gönguleiðum að heimilinu greiðfærum.

Það er ómetanlegt fyrir heimilið að njóta velvilja frá samfélaginu og það fé sem í sjóðinn berst er nýtt til að bæta aðbúnað og lífsgæði íbúa og starfsfólks.